Home » Fréttir » Slembivalin borgaraþing og rökræðufundir

Slembivalin borgaraþing og rökræðufundir

This image has an empty alt attribute; its file name is jonathan-farber-gjHmip_Lmg4-unsplash-1-1024x683.png

Guðmundur Hörður heldur úti áhugaverðu hlaðvarpi um samfélagsmál. Hann fékk Sævar Finnbogason í spjall til þess að ræða rökræðufundinn um breytingar á stjórnarskránni sem haldinn var í nóvember 2019 og til að fræða hlustendur um slembivalin borgaraþing, rökræðufundi og þáttökulýðræði.

Í viðtalinu vara Sævar eindregið við afleiðingum þess að stjórnvöld hunsi niðurstöður rökræðukönnunarinnar sem haldin var á vegum forsætisráðuneytisins, það muni grafa undan trausti til þátttökulýðræðis og leiða til þess að fólk sjái ekki ástæðu til að verja tíma sínum í slíkt samráð. En Guðmundur byrjaði á að spyrja Sævar um slembivalin borgaraþing og möguleikann á því að efna til slíkra þinga til að ná niðurstöðum í málum sem stjórnmálaflokkarnir virðast ekki ráða við, eins og t.d. fiskveiðistjórnunarkerfið og auðlindaákvæði í stjórnarskrá. 


Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

The DCD Podcast

Hlaðvarpið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð

Myndir frá rökræðufundinum