Betra Ísland

Samráð um stjórnarskrá Íslands

Betra Ísland er samráðsvettvangur á vegum the Citizens Foundation eða Íbúar ses. Rannsóknarverkefnið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð og Íbúar efndu til opins samráðs Meðfram rökræðukönnununni var boðið upp á samráð við almenning í gegnum Betra Ísland 26. september til 10. nóvember 2019. Samráðsvefurinn er hluti af samráði stjórnvalda við almenning vegna endurskoðanar stjórnarskrár. Á vefnum gat fólk deilt skoðunum sínum á stjórnarskrártengdum málefnum og stofnað til rökræðna. Málefnin sem voru rædd á rökræðufundinum voru einnig til umræðu á samráðsvefnum auk annarra fjölbreyttra hugmynda sem fólk setti inn. Enn má sjá hugmyndirnar og rökræðurnar á vefnum með því að smella hér.

Betra Ísland virkar þannig að borgarar setja fram hugmyndir og bæta við rökum bæði með og á móti, sem skapar málefnalega rökræðu. Hugmyndirnar og rökin eru síðan kosin upp eða niður af öðrum sem heimsækja vefinn. Viðmótið er sérstaklega hannað til þess að bæði hvetja til rökræðu og hindra að ómálefnaleg rifrildi geti átt sér stað.

Íbúa ses.
Meginmarkmið Íbúa ses, sem var stofnað í kjölfar hrunsins árið 2008, er að valdefla almenning til þess að bæta umhverfi sitt og samfélag og hvetja til lýðræðislegrar þátttöku í gegnum rökræður og forgangsröðun hugmynda. Fyrirtækið þróar opnar hugbúnaðarlausnir og samráðsferla til þess að efla lýðræðislega umræðu og borgaralega þátttöku, bæði á Íslandi og annars staðar í heiminum. Íbúar hefur verið í farabroddi á þessu sviði á heimsvísu og Fyrirtækið hefur nokkrum sinnum unnið til verðlauna í Evrópu.

Vefsíða Íbúa ses á íslensku og ensku

The DCD Podcast

Hlaðvarpið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð

Myndir frá rökræðufundinum