Þátttökulýðræði: yfirlit

Reykjavík

Endurskoðun stjórnarskrár er aðeins eitt af mörgum sviðum lýðræðis þar sem almenningsþátttaka hefur færst í aukana á síðustu áratugum. Margar af þeim leiðum sem stjórnvöld hafa farið til þess að hafa samráð við almenning er þó hægt að aðlaga að öllum stjórnsýslustigum. Í skýrslunni States of Participation: International Best Practice in Civic Engagement eftir Liam O‘Farrell, rannsakanda hjá lýðræðislegri stjórnarskrárgerð, er að finna yfirlit yfir margar af helstu aðferðum til lýðræðislegrar/borgaralegrar þátttöku, auk dæma frá mismunandi löndum. Þetta yfirlit byggir á úrdráttum úr skýrslu Liams og efni frá DCD teyminu.

Í eftirfarandi köflum er fjallað um mismunandi leiðir til þess að virkja almenning og sett fram dæmi. Umfjöllunin er ekki tæmandi og dæmin eru auðvitað fleiri. Markmiðið er fremur að draga fram þær mismunandi leiðir til almenningsþátttöku sem verið er að prófa og þróa víðsvegar um heiminn.

Dæmin í skýrslunni horfa fyrst og fremst til Evrópu, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjáland. En það má líta framhjá því að það sem kann að virka á Íslandi er ekki víst að virki í Madagaskar án þess að vera lagað að aðstæðum. Einnig hefur verið nokkur áhersla lögð á að þróa kostnaðarminni lausnir til almenningsþátttöku s.s. í Afríku, Asíu og Rómönsku Ameríka sem ekki er fjallað um hér.