Home » News » Lýðvistun og samráð um stjórnarskrárbreytingar

Lýðvistun og samráð um stjórnarskrárbreytingar

Samráð um stjórnarskrá er samstarfsverkefni Íbúa ses. og rannsóknahóps öndvegisverkefnisins Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð við Háskóla Íslands, sem nýtur styrks frá Rannís. Samráðið er hannað í samstarfi við forsætisráðuneytið í tengslum við endurskoðun á Stjórnarskrá Íslands.

A screenshot of a social media post

Description automatically generated

Samráðsvefurinn á Betra Ísland

Samráðið stóð yfir frá 26. september til 20. október 2019. Á þeim tíma gáðu allir heimsótt vefinn og skráð sig inn á hann, tekið þátt í umræðum, sett fram hugmyndir og tillögur og greitt atkvæði með eða á móti hugmyndum og röksemdum annarra. Niðurstöður samráðsins verða nýttar við gerð frumvarpa um breytingar á Stjórnarskrá sem unnið verður að á næsta ári. Þær verða einnig notaðar í rannsóknum verkefnahópsins.

Auk opins samráðs á vef Betra Íslands, hafa rannsóknahópurinn og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands einnig unnið að skipulagningu Rökræðukönnunar (Deliberative Poll) með stjórnvöldum. Skoðanakönnun var gerð síðastliðið sumar og í framhaldi af henni verður haldinn umræðufundur 9.-10. nóvember.


Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

The DCD Podcast

Hlaðvarpið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð

Myndir frá rökræðufundinum