Jón Ólafsson ræðir stöðuna í stjórnarskrármálum í Kastljósinu

Sigríður Hagalín Björnsdóttir stjórnandi Kastljóss ræðir við Jón Ólafsson

Jón Ólafsson var gestur Kastljóssins þann 20. október þar sem hann fjallaði um stöðuna sem upp er komin varðandi stjórnarskrárbreytingar nú þegar rúmlega 40.000 manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að leggja frumvarp Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Hvaða kostir eru í stöðunni? Getur farið svo að engar stjórnarskrárbreytingar verði þegar upp er staðið niðurstaða ágreiningsins um leið á að fara, jafnvel þó að svo virðist sem mikil samstaða sé um að ná í það minnsta fram ákveðnum markmiðum, s.s. þjóðareign á náttúruauðlindum, ákvæðum um náttúruvernd og breytingar á kaflanum um forseta Íslands svo eitthvað sé nefnt.

Hér er hægt að horfa á þáttinn á vef RÚV