Hlaðvarpið ræðir við ungt baráttufólk um stjórnarskrána

Nýju stjórnarskrána takk
Síðustu misseri hefur verið mjög lífleg umræða um stjórnarskrárbreytingar meðal ungra kjósenda. Þær Ósk Elvarsdóttir og Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum og eiga að stóran þátt í því að kveikja áhuga nýrra kjósenda á "nýju stjórnarskránni", fólks sem var margt ekki farið að fylgjast með stjórnmálum fyrir tíu árum þegar Stjórnlagaráð samdi …

Myndband frá ráðstefnunni um opið lýðræði

Ráðstefnan um opið lýðræði fór fram þann 4. desember og var haldin í samvinnu við skrifstofu forsætisráðherra og OECD. Málstofan hófst á umfjöllun Hélène Landemore um um nýja bók sína, Open Democracy: Reinventing popular rule for the 21st Century. Að lokinni kynningu höfundar heyrum við viðbrögð frá Salvöru Nordal, Jóni Ólafssyni og Alex Hudson. Þá …

Málþing: Opið lýðræði og nýjar lýðræðislegar stofnanir

Málþing á Netinu 4. desember 2020, kl 13.00-16.00 Málstofan er haldin í samvinnu við skrifstofu forsætisráðherra og OECD Mikil þróun á sér nú á sviði þátttökulýðræðis og í fjölda landa hafa farið fram áhugaverðar lýðræðistilraunir síðustu misseri, þrátt fyrir áhyggjur margra af getu lýðræðislegra stofnana til að takast á við djúpan pólitískan ágreining, efnahagskreppu og …

Áskoranir skoska borgaraþingsins um loftslagsmál

Af heimsíðu loftslagsþingsins.
Skoska ríkisstjórnin ákvað að efna til borgaraþings þar sem 100 slembivöldum Skotum er falið að gera tillögur að aðgerðum til að ná að lágmarki loftslagsmarkmiðum sem sett hafa verið. Loftslagsþingið, eins og það er kallað, er sjálfstætt þing með eigin framkvæmdastjórn og stýrihóp sem halda utanum framkvæmd þess. Spurningin sem þinginu er falið að ræða …

Samstarf um stjórnarskrána

Rannsóknaverkefnið Lýðræðisleg stjórnarskrágerð og Vísindavefurinn hafa stofnað til samstarfs um stjórnarskrármál. Nýlega skiluðu forystukonur Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá undirskriftum 43.423 íslenskra borgara þar sem þess er krafist að Alþingi „virði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 og lögfesti nýju stjórnarskrána“ –þar sem „Nýja stjórnarskráin“ vísar til frumvarps Stjórnlagaráðs frá 2011, sem dagaði uppi í meðförum Alþingis …

Jón Ólafsson ræðir stöðuna í stjórnarskrármálum í Kastljósinu

Sigríður Hagalín Björnsdóttir stjórnandi Kastljóss ræðir við Jón Ólafsson Jón Ólafsson var gestur Kastljóssins þann 20. október þar sem hann fjallaði um stöðuna sem upp er komin varðandi stjórnarskrárbreytingar nú þegar rúmlega 40.000 manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að leggja frumvarp Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Hvaða kostir eru í stöðunni? Getur …

Feneyjanefndin sendir frá sér álit á breytingatillögum

Feneyjanefndin á Zoom-fundi um tillögur til breytingar á íslensku stjórnarskránni. Mynd fengin af heimasíðu nefndarinnar. Það er mjög áhugavert að skoða álit Feneyjanefndarinnar á nýjustu vendingum í stjórnarskrámálum hér, enda greinilegt að nefndin telur almenningssamráð kjarnann í hverskyns endurskoðun, en vill um leið horfa á stóru línurnar frekar en karp um merkingu orða: „It is …

Rökræðufundurinn, traust í garð stjórnmálanna og nýja stjórnarskráin.

Séð yfir salinn í Laugardalshöll þar sem 230 fundarmenn ræddu stjórnarskrárbreytingar Síðasti þátturinn í hlaðvarpsþátttaröðinni um rökræðufundinn er nú kominn í viðtækin. Frá því í sumar hefur Sævar rætt við þátttakendur í rökræðufundinum sem fram fór í Laugardalshöll í nóvember 2019 um upplifun þeirra af fundinum. Í þessum aukaþætti heyrum við bæði áhugaverðbrot úr fyrri …

Rökræðufundur og hvað svo?

Í nýjasta þætti hlaðvarpsins ræðir Sævar Finnbogason Valgerði Björk Pálsdóttur og Jón Ólafsson prófessor frá rannsóknarverkefninu um lýðræðislega stjórnarskrárgerð um sjónarmið þátttakenda í rökræðufundinum og hvernig til tókst, líkurnar á því að takist að breyta stjórnarskránni, af hverju ekki var rætt um ákvæðið umnáttúruauðlindir á rökræðufundinum. Bendir reynslan af þessari tilraun til þess að rökræðukannanir …

Stjórnarskráin og framsal valds til alþjóðastofnana

Að mörgu að hyggja á borði 18. Pistill: Sævar Finnbogason skrifar Er eitt af meginhlutverkum stjórnarskrárinnar að verja fullveldið? Þessa spurningu og margar fleiri glímdu þátttakendur á rökræðufundinum í Laugardalshöll við þegar þeir ræddu það hvort nauðsynlegt væri að breyta stjórnarskránni til þess að hún fjallaði um framsal valds til alþjóðastofnana. Sú umræða sýnir glöggt …