Almenningssamráð um stjórnarskrárgerð

This image has an empty alt attribute; its file name is jon_olafsson_90906_001-1024x683-1.jpg
Jón Ólafsson

Stjórnarskrá Íslands verður breytt á þessu kjörtímabili og samkvæmt áætlun forsætisráðherra er gert ráð fyrir víðtæku samráði við almenning. Rannsóknarverkefnið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð, sem er fjármagnað með styrk frá Rannís, ásamt Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, munu skipleggja og halda utan um þetta samrá. EInnig er gret ráð fyrir lýðvistun sem hluta af þessu samráði sem verður framkvæmd í samvinnu við Íbúa SES.

þessi áhersla á samráð er í samræmi við þann skýra vilja sem hefur verið áberandi síðustu 11 árin —eftir hrun— um að venjulegir borgarar geti haft meiri áhrif á stjórnmálin á öllum stigum.Í ljósi þess að stjórnvöld hafa líst skýrum vilja til þess að leita eftir sjónarmiðum almennings hafa Háskólinn og Íbúar boðið þekkingu og krafta sína til þess að það samráð sem áætlað er geti orðið skilvirkt, uppbyggilegt og trúverðugt og til þess að tryggja að rödd allra heyrist. 

Veigamikill þáttur í þessu samráðsferli er rökræðukönnun sem haldin verður í haust. Út frá rannsóknarsjónarmiði býður hún upp á einstakt tækifæri sem hefðbundnar skoðanakannanir bjóða ekki til þess að dýpka þekkingu á því hvernig skoðanir fólks breytast þegar fólk hefur aðgang að vönduðum upplýsingum og tækifæri til þess að ræða við að samborgara sína um tiltekin málefni.

Félagsvísindastofnun lauk fyrsta hluta rökræðukönnunarinnar í sumar þegar framkvæmd var stór skoðanakönnun. Síðari hluti hennar fer fram 9 til 10 nóvember, þar sem 300 manns úr úrtaki skoðanakönnunarinnar í sumar verður boðið að raka þátt í rökræðufundi. Íbúar ses. hafa hafa útbúið samráðsgátt um stjórnarskrárbreytingar á Betra Ísland.is sem byggir á svipuðum grunni og Betri Reykjavík sem Íbúar hönnuðu og margir þekkja.

Flestir gera ráð fyrir því að Íslendingar séu meira sammála en ósammála um það hvaða greinum stjórnarskrárinnar er mest áríðandi að breyta, en á netinu er oft erfitt að halda utan um umræðuna og halda henni á nálefnalegum og uppbyggilegum nótum. AUk þess sem erfitt getur verið fyrir þátttakendur að hafa yfirsýn yfir hana. Stjórnarskrársamráðgáttin er hönnuð með það fyrir augum að gera það auðvelt að setja fram hugmyndir og rökstyðja þær og til þess að notendur geti haft yfir sýn yfir umræðuna. Þannig er markmiðið að efla ígrundaða og vandaða umræðu og laða fram góðar hugmyndir.

Jón Ólafsson heimspekingur leiðir þetta metnaðarfulla rannsóknarverkefni. Hann segir að margir hafi orðið ósáttir við að stjórnarskrárdrög Stjórnlagaráðs skyldu daga uppi hjá Alþingi, sem hafi ekki einu sinni greitt atkvæði um frumvarpið.„Það er hinsvegar enginn vafi á því að öll sú umræða, samráð og vinna Stjórnlagaráðs hefur móta skilning þjóðarinnar á því hvaða breytingar þarf að gera á núgildandi stjórnarskrá. Ekkert þeirra ákvæða sem verið er að vinna að í þessu nýja stjórnarskrárferli en andstætt þeim áherslum og óhætt að segja að umræðan um þessi ákvæði sem nú er verið að vinna með sé undir sterkum áhrifum frá tillögu Stjórnlagaráðs.“

í minnisblaði forsætisráðherra frá Janúar 2018 er sett fram áætlun um endurskoðun stjórnarskrárinnar í tveim hlutum. Á þessu kjörtímabili verður fjallað um sjö viðfangsefni: embætti forseta Íslands, náttúruauðlindir og umhverfismál, ákvæði um endurskoðun stjórnarskrárinnar og þjóðaratkvæðagreiðslur og almennar kosningar og einnig ákvæði um alþjóðlega samninga.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *