Rökræðufundurinn, traust í garð stjórnmálanna og nýja stjórnarskráin.

Séð yfir salinn í Laugardalshöll þar sem 230 fundarmenn ræddu stjórnarskrárbreytingar

Síðasti þátturinn í hlaðvarpsþátttaröðinni um rökræðufundinn er nú kominn í viðtækin. Frá því í sumar hefur Sævar rætt við þátttakendur í rökræðufundinum sem fram fór í Laugardalshöll í nóvember 2019 um upplifun þeirra af fundinum. Í þessum aukaþætti heyrum við bæði áhugaverðbrot úr fyrri þáttum og nýtt efni þar sem þátttakendur ræða til að mynda um stjórnmálin almennt og hvort þau hafi meiri áhuga á að taka þátt í stjórnmálum eftir fundinn. Margir ræddu einnig stöðuna sem er uppi varðandi frumvarp Stjórnlagaráðs og hvernig það samræmdist rökræðukönnuninni og þeirri vinnu við breytingar á stjórnarskránni sem nú stendur yfir. Við þökkum þeim Nönni, Hjalta Degi, Guðmundi G, Aðalheiði, Magdalenu, Guðberg, Ingu Fanney og Magnúsi hjartanlega fyrir að gefa sér tíma til þess að deila reynslu sinni og skoðunum með okkur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *