Geta slembivaldir kviðdómar aukið þekkingu og traust í aðdraganda atkvæðagreiðslu?

This image has an empty alt attribute; its file name is 27164972_1544010935653076_1251062532068831349_o-1024x1024.jpg

Geta slembivaldir kviðdómar miðlað góðum og trúverðugum upplýsingum til kjósenda í aðdraganda almennra atkvæðagreiðslna sem stjórnvöld standa að? Fjöldi rannsókna sýnist að slíkir kviðdómar (e. Citizens’ Initiative Review) kjósendur telja þá auka traust og greiða fyrir vandaðri skoðanamyndun þegar kemur að því að ákveða sig í aðdraganda almennra atkvæðagreiðslna. Slíkir kviðdómar hafa rutt sér til rúms í Oregon þar sem þeir veita kjósendum upplýsingar um í aðdraganda atkvæðagreiðslna sem fara fram að frumkvæði borgaranna. Það eru hinsvegar ekki fordæmi fyrir því að nýta slíka kviðdóma utan Bandaríkjanna eða til að fjalla um almennar atkvæðagreiðslur að frumkvæði stjórnvalda, fyrr en nú.Geta slembivaldir kviðdómar miðlað góðum og trúverðugum upplýsingum til kjósenda í aðdraganda almennra atkvæðagreiðslna sem stjórnvöld standa að? Fjöldi rannsókna sýnist að slíkir kviðdómar (e. Citizens’ Initiative Review) kjósendur telja þá auka traust og greiða fyrir vandaðri skoðanamyndun þegar kemur að því að ákveða sig í aðdraganda almennra atkvæðagreiðslna. Slíkir kviðdómar hafa rutt sér til rúms í Oregon þar sem þeir veita kjósendum upplýsingar um í aðdraganda atkvæðagreiðslna sem fara fram að frumkvæði borgaranna. Það eru hinsvegar ekki fordæmi fyrir því að nýta slíka kviðdóma utan Bandaríkjanna eða til að fjalla um almennar atkvæðagreiðslur að frumkvæði stjórnvalda, fyrr en nú.
Maija Setälä og kollegar hennar í PALO rannsóknarverkefninu stóðu á dögunum fyrir fyrir slíkum kviðdómi vegna atkvæðagreiðslu um sameiningu sveitarfélaga í Korsholm í Finnlandi.Atkvæðagreiðslan fór fram að frumkvæða sveitarstjórnarinnar og var málefnið allumdeilt.
Engu að síður kom í ljós að þátttakendur í kviðdómnum voru ánægðir með rökræðuferlið og mikill meirihluti bar traust til kviðdómsins og þótti þær upplýsingar sem hann tók saman gagnlegar. Ennfremur leiddi rannsókn PALO í ljós að við lestur á bæklingnum sem kviðdómurinn tók saman jókst staðreyndaþekking og traust á kviðdómnum

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *