Home » Um verkefnið

Um verkefnið

Rannsóknarverkefnið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð (Democratic Constitutional Design) er rannsóknarverkefni sem leitar svara við spurningunni um hvaða lærdóma megi draga af íslenska stjórnarskrárbreytingaferlinu árin 2009 til 2013, og því sem nú er áætlað að standi yfir til ársins 2025, sem megi nýta í rannsóknum á vettvangi þátttöku- og rökræðulýðræðis almennt. Við höfum einnig ráðlagt stjórnvöldum og fylgjast náið með framkvæmd núverandi stjórnarskrárbreytingaferli sem áætlað er að standi yfir til ársins 2025. 

Í rannsóknum okkar sameinum við greiningu á vinnu Stjórnlagaráðs og stjórnarskrárbreytingaferlinu og umræðu um rökræðu- og þekkingarmiðaðar lýðræðiskenningar, sem bæði höfðu áhrif á starfsaðferðir ráðsins og urðu líka fyrir áhrifum af þeim. Verkefnið leiða Jón Ólafsson prófessor í menningarfræði, Valur Ingimundarson prófessor í sögu, Stefanía Óskarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði og Björg Thorarensen lagaprófessor.


Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

The DCD Podcast

Hlaðvarpið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð

Myndir frá rökræðufundinum